Stóreignaskattur er víst á dagskrá, Katrín

Nú er orðið ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ætla að gera hvað sem er til að halda samstarfinu áfram. Formaður VG hafnar hverju umbótamálinu á eftir öðru til þess eins að geta starfað áfram með Sjálfstæðisflokknum.
Katrín segir stóreignaskatt ekki á dagskrá, í nýju viðtali við Morgunblaðið. Og er ánægð með óbreytt veiðigjöld. En fyrir hvað stendur VG, hvert er erindi þeirra í pólitík, ef þau vilja ekki jafna kjörin í landinu?
Þá opnar hún á að gefa Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið í næstu ríkisstjórn.
Ætla VG virkilega að hunsa þjóðarviljann í stóru málunum næstu fjögur árin fyrir nokkra stóla?
Fyrir þau sem vilja raunverulegar umbætur, réttlátara skattkerfi, betri heilbrigðisþjónustu og alvöru aðgerðir í loftslagsmálum er Samfylkingin eini valkosturinn í þessum kosningum.
Discussion about this post