Alls hafa rúmir 2500 skjálftar mælst frá því að hrinan hófst en stærsti skjálftinn mældist kl. 04:01, 8.september en hann reyndist 4.9 að stærð.
Í dag klukkan 13:19 varð skjálfti 4.1 að stærð um 16 km austur af Grímsey. Tilkynningar bárust að skjálftinn hefði fundist á Akureyri og á Siglufirði. Nokkrir þó nokkrir eftirskjálftar yfir 3 að stærð fylgdu í kjölfarið.
Þessir skjálftar eru hluti af hrinu sem hófst í gær þann 8.september. Alls hafa rúmir 2500 skjálftar mælst frá því að hrinan hófst en stærsti skjálftinn mældist kl. 04:01, 8.september en hann reyndist 4.9 að stærð. Hrinur á þessum slóðum er algengar þar sem að flekaskil liggja á þessu svæði, það eru engin merki um gosóróa á svæðinu.
Umræða