Matvælastofnun varar við neyslu á MP-people choice brúnum baunum frá Ghana sem Fiska.is flytur inn frá Bretlandi, vegna aflatoxíns myglueitur. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes ( HEF) innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfið Evrópu um matvæli og fóður.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: MP – People´s Choice
- Vöruheiti: Brown beans 910g
- Framleiðandi: MacPhilips Foods Ltd
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf / Fiska.is
- Framleiðsluland: Ghana
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 30-01-2026
- Geymsluskilyrði: Þurrvara – við stofuhita.
- Dreifing: Fiska
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana í verslun Fiska.is til að fá endurgreitt.
Ítarefni
- Fréttatilkynning Fiska.is
- Fréttatilkynning heilbrigðiseftirlitsins
- Neytendavakt Matvælastofnunar
- Fræðslupistill Matvælastofnunar um mygluð matvæli
- Um myglueitur (Mycotoxin á heimasíðu WHO (Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin))
Umræða