Hugleiðingar veðurfræðings
Vaxandi lægð verður lónandi við austurströndina í dag. Henni fylgir mjög hvöss norðanátt og mikil úrkoma á norðanverðu landinu sem fellur að miklu leyti sem slydda eða snjókoma. Eins og oftast í norðanátt er mun minni úrkoma sunnan heiða, en það má búast við sandfoki eða grjótfoki suðaustanlands seinnipartinn og í kvöld þegar vindur nær hámarki þar. Það fer að lægja í nótt, útlit fyrir hæglætisveður vestantil á landinu á morgun en eystra gengur norðvestanáttin smám saman niður.
Veðuryfirlit
Við austurströnd landsins er vaxandi 973 mb lægð sem hreyfist lítið í dag, en þokast síðan A. Við Hvarf er 1015 mb hæðarhryggur sem þokast A, en við Nýfundnaland er 994 mb lægð sem hreyfist ANA.
Rauð viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra og Austurland að Glettingi
Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðan og norðvestan 18-28 m/s, hvassast á austurhelmingi landsins, en 25-35 sunnan Vatnajökuls síðdegis. Mikil slydda, snjókoma eða rigning á norðanverðu landinu. Úrkomuminna sunnan heiða, en líkur á sandfoki eða grjótfoki suðaustanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast við suðaustantil. Norðan 5-10 m/s og bjartviðri vestanlands á morgun. Norðvestan 13-20 eystra og él fram eftir degi á Norðausturlandi, en lægir smám saman. Hiti kringum frostmark, en kólnar annað kvöld, einkum í innsveitum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Fremur hæg breytileg átt og skúrir. Norðan 10-18 m/s í dag og styttir upp, en 18-23 á Kjalarnesi. Fer að lægja í kvöld. Hæg breytileg átt og bjart veður á morgun, en austan 5-10 annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 09.10.2022 04:02. Gildir til: 10.10.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðan 5-10 m/s og bjartviðri vestantil á landinu, en norðvestan 13-20 um landið austanvert með snjókomu norðaustanlands. Lægir og styttir smám saman upp. Hiti kringum frostmark, en kólnar um kvöldið, einkum í innsveitum.
Á þriðjudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægari og þurrt um norðaustantil fram eftir degi. Hlýnandi veður, hiti 4 til 10 stig um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 og skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt, skýjað og dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðaustanátt og dálítil slydda eða snjókoma norðantil, en rigning við austurströndina. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðanátt með rigningu eða slyddu um landið austanvert, en éljum norðvestanlands.