Farið er um ansi víðan völl í viðtalsaþætti á Skiptistöðinni, þar sem Huginn og Gyða eru í viðtali og tala m.a. um það sem gerðist í #MeToo byltingunni og hvernig tálmunarofbeldi mæðra fékk byr undir báða vængi. Huginn lenti í miklu á þessum tíma og var Gyða ein af þeim sem sótti að Huga, en er nú komin með allt annað hugafar.
Helstu mál þáttarins:
- Farið í fleiri málefni sem fólk langar að tala um og komið er inn á forsjármál og réttarkerfið víða í viðtalinu.
- Misréttið sem felst í að feður fái ekki að hitta börn sín.
- Óréttlæti dómstóla í forsjármálum.
- Notkun rangra sakargifta í forsjármálum og aðgerðarleysi lögreglu.
- Aðkoma Kvennaathvarfsins að lygum samkvæmt reynslu Gyðu.
- Afsökunarbeiðni Gyðu eftir netárásir sem ég sem faðir þoldi á meðan ég stóð í forsjárdeilu.
- Háttalag saksóknara þar sem kona sleppur þó dómstólar bendi á að gögn sýni sekt hennar.
- Ummæli sviðstjóra ákærusviðs lögreglu, sem líkti karlkyns gerendum við óða hunda sem kerfið þurfi að fella.
Umræða