• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 6. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Vilja­yf­ir­lýsing um björg­un­ar­mið­stöð undir­rituð

Gert er ráð fyrir að húsið verði um 1000 fm og að hluta á tveimur hæðum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
9. nóvember 2021
in Fréttir, Innlent
A A
0
Vilja­yf­ir­lýsing um bygg­ingu björg­un­ar­mið­stöðvar á Patreks­firði var undir­rituð í dag í ráðhúsi Vest­ur­byggðar. Þar verði undir einu þaki búnaður og aðstaða fyrir slökkvilið Vest­ur­byggðar, Björg­un­ar­sveitina Blakk og sjúkra­bíla Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða. Þá verði þar stjórn­stöð fyrir neyð­ar­aðila. Gert er ráð fyrir að húsið verði um 1000 fm og að hluta á tveimur hæðum.

Viljayfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um fjármögnun allra aðila. Undirbúningsnefnd verður stofnuð í kjölfarið sem vinnur málið áfram, og mun meðal annars finna heppilega staðsetningu fyrir húsið.

„Það er búið að vera draumur lengi að komast í hentugra húsnæði og vera saman með aðstöðu allra þessara aðila,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri.

„Þetta er afar ánægjulegt skref í þá átt að bæta aðstöðu viðbragðsaðila,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar.

„Þetta er stórt skref inn í framtíðina að vera ekki lengur í þremur óhentugum húsum,“ segir Siggeir Guðnason formaður Björgunarsveitarinnar Blakks. „Við stefnum að því að tvöfalda rýmið sem við höfum til umráða, fyrir mikinn og stækkandi flota björgunarbúnaðar. Auk þess gerum ráð fyrir að flytja með okkur klifurvegg.“

„Við erum fámennt samfélag þar sem allir eru með mörg hlutverk. Þess vegna er sérstaklega verðmætt að setja allt undir eitt þak og auðvelda þannig samvinnuna, bæði dags daglega og í aðgerðum,“ segir Siggeir, sem einnig er sjúkraflutningamaður hjá heilbrigðisstofnuninni.

„Á næstu vikum verður opnuð hönnunarsamkeppni fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Patreksfirði. Það er því útlit fyrir að aðbúnaður starfsfólks og skjólstæðinga okkar taki stórstígum framförum á næstu árum,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Umræða
Share2Tweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    92 deilingar
    Share 37 Tweet 23
  • Hömlulausar netaveiðar í Ölfusá – Villti laxastofninn er í útrýmingarhættu

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    184 deilingar
    Share 74 Tweet 46
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?