Tveir jarðskjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga nú rétt eftir miðnætti. Hafa skjálftarnir fundist vel í byggð.
klukkan 00.46 og fannst hann álíka vel á suðvesturhorninu og fyrri tveir. Fyrstu mælingar gefa til kynna að hann hafi verið 5,2 að stærð. Er það stærsti skjálfti sem mælst hefur hefur í þessari hrinu
Sá fjórði fannst nokkrum mínútum seinna, 00.54. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að fyrri skjálftinn hafi verið 4,2 að stærð og að seinni skjálftinn hafi verið 4,4 að stærð. Verið er að fara yfir skjálftana.
Upptök skjálftanna er við Sýlingafell. Töluvert af minni skjálftum hafa fylgt í kjölfarið. Skjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu og hafa borist tilkynningar allt frá Borgarnesi.
Ríflega 22.800 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október við Þorbjörn.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar.
Dags | Tími | Breidd | Lengd | Dýpi | Stærð | Gæði | Staður |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Fimmtudagur 09.11.2023 | 00:58:06 | 63,862 | -22,459 | 4,5 km | 3,4 | 90,08 | 2,7 km NNV af Grindavík |
Fimmtudagur 09.11.2023 | 00:53:53 | 63,883 | -22,406 | 1,1 km | 3,5 | 90,12 | 5,2 km NNA af Grindavík |
Fimmtudagur 09.11.2023 | 00:52:28 | 63,868 | -22,445 | 0,7 km | 3,2 | 90,09 | 3,2 km N af Grindavík |
Fimmtudagur 09.11.2023 | 00:48:03 | 63,876 | -22,405 | 4,2 km | 3,6 | 99,0 | 4,6 km NNA af Grindavík |
Fimmtudagur 09.11.2023 | 00:46:06 | 63,879 | -22,462 | 3,0 km | 5,2 | 90,14 | 4,6 km NNV af Grindavík |
Fimmtudagur 09.11.2023 | 00:13:13 | 63,883 | -22,368 | 5,4 km | 4,2 | 99,0 | 5,1 km VSV af Fagradalsfjalli |
Fimmtudagur 09.11.2023 | 00:02:27 | 63,880 | -22,407 | 5,5 km | 3,9 | 99,0 | 4,9 km NNA af Grindavík |
Miðvikudagur 08.11.2023 | 05:08:42 | 63,858 | -22,539 | 5,1 km | 3,0 | 99,0 | 5,2 km VNV af Grindavík |
Miðvikudagur 08.11.2023 | 00:31:27 | 63,855 | -22,455 | 5,2 km | 3,4 | 99,0 | 1,9 km NNV af Grindavík |
Þriðjudagur 07.11.2023 | 23:13:24 | 63,887 | -22,369 | 6,2 km | 3,1 | 99,0 | 5,0 km VSV af Fagradalsfjalli |
Þriðjudagur 07.11.2023 | 17:08:22 | 63,872 | -22,408 | 5,5 km | 3,2 | 99,0 | 4,1 km NNA af Grindavík |
Samtals jarðskjálftar: 11 |