2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Sakborningarnir ákærðir fyrir hryðjuverk

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Héraðssaksóknari fer í dag fram á áframhaldandi varðhald fyrir sakborningunum tveimur í hryðjuverkamálinu og gerir þeim grein fyrir því að þeir hafi verið ákærðir fyrir 100. grein hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra. Fjallað er ítarlega um málið á vef ríkisútvarpsins sem birti fréttina fyrst.

Mennirnir verða ákærðir fyrir 100. grein hegningarlaga þar sem fjallað er um hryðjuverk og eða undirbúning þeirra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem ákært er fyrir þetta ákvæð í hegningarlögum.

Mennirnir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og embætti héraðssaksóknara. Í tilkynningu lögreglu kom fram að þeir hefðu verið taldir hættulegir og vopnaðir og að það hefði verið mildi að engan sakaði. Daginn eftir greindi lögreglan svo frá því á blaðamannafundi að mennirnir tveir væru grunaðir um brot gegn 100. grein hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra. Segir á vef fréttastofu.