Í Rússlandi hafa „hreinsanir“ gjarnan tíðkast. Stalín beitti þessari aðferð gjarnan til að losna við óþægilega „félaga“. Voru þeir þá annað hvort skotnir í hnakkann eða sendir til Síberíu í sífrerann. Pútin beitir líka slíkum hreinsunum og lætur meðal annars henda óþægum ólígörkum út um glugga. Svo virðist sem Sólveig Anna formaður Eflingar sé afar hrifinn af þessari aðferð til að losna við óþægilega einstaklinga. Hún getur að vísu ekki sent menn til Síberíu eða yfir móðuna miklu en rekur þá hið snarasta ef þeir henta ekki fyrir „félagana“ í Eflingu.
