Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Suðurlandi. Tvær rútur rákust saman, með alls á fimmta tug innanborðs, við Hellu.
Að sögn ríkisútvarpsins sem birti fyrstu frétt af slysinu, þá eru viðbragðaðilar á leið á vettvang. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er óljóst með slys á fólki að svo stöddu.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er búið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og fer hún í loftið innan skamms, segir í fréttinni.
Umræða