3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Meiriháttar viðbrögð – ,,Veiðin með Gunnari Bender'' í kvöld

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Meiriháttar viðbrögð

,,Við hefðum viljað hafa meiri tíma til að mynda síðasta haust áður en veiðitímanum lauk en það sem við náðum var gott og við náðum góðum skotum bæði í laxi og silungi. Fyrsti þátturinn fékk meiriháttar viðbrögð,“ segir Gunnar Bender en veiðiþættir hans, Veiðin með Gunnari Bender, hófu göngu sína að nýju á Hringbraut s.l. sunnudag. Næsti þáttur er í kvöld klukkan níu á Hringbraut.

Gunnar Bender og Gunnar Hall, vestur í Dölum í þættinum í kvöld.

Gunnar Bender og Gunnar Hall, vestur í Dölum í þættinum í kvöld ofl. viðtöl og myndir

,,Þátturinn í kvöld er tekinn upp, vestur í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum með hressum veiðimönnum sem reyna að veiða maríulaxinn sinn í veiðiferðinni.
Svo heimsækjum við Halla Eiríks sem er við Laxá í Dölum og ræðum ýmislegt varðandi veiðina sem að á eftir að koma á óvart.
Loks er svo kíkt á rjúpu á Holtavörðuheiði,“ sagði Gunnar Bender en segir að lokum að nú séu aðeins þrjár vikur í vorveiðina og þá ætli þeir félagar að mynda ennþá meira.“
Gunnar var að kíkja á ísinn á Vífilstaðavatni, og segir ísinn ekki mannheldan. En hann hefur reynslu af því að falla niður um ís við myndarökur af dorgveiði fyrir skemmstu: Fjórir menn féllu niður um ís á Meðalfellsvatni    Mynd: María Gunnarsdóttir  


https://www.fti.is/2019/01/27/fjorir-menn-fellu-nidur-um-is-a-medalfellsvatni/