Í nótt mældist skjálfti af stærð 5,1 kl. 03:14 í suðvesturhorni Fagradalsfjalls og fannst hann á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu, austur á Hellu og norður í Búðardal. Alls hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá miðnætti, þar af 20 yfir 3,0 að stærð.
Virknin, líkt og i gær, er að mestu bundin við suðurhluta Fagradalsfjalls en nokkrir skjálftar mældust rétt norðaustur af Grindavík í nótt, sá stærri M3.9 kl. 04:35 og við örfáir við Trölladyngju. Enginn gosórói hefur mælst, né afgerandi breytingar í GPS gögnum. https://www.vedur.is/um-vi/frettir/skjalfti-m57-a-reykjanesi
Umræða