4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Laxeldi skilar 387,4 milljónum í gjald til ríkisins

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 36 milljörðum

Samkvæmt lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð leggur Fiskistofa á gjald á eldisfisk sem framleiddur er á Íslandi. Gjald á hvert kílógramm slátraðs lax á árinu 2022 er kr. 11,92 og gjald á hvert kílógramm slátraðs regnbogasilungs á árinu 2022 er kr. 5,96.

38,9 þúsund tonn af eldisafurðum voru  flutt úr á árinu 2021. Þar af nam útflutningur á eldislaxi 32,5 þúsund tonnum sem er um 84% af útfluttu magni eldisafurða. Útflutningur á silungi nam rúmlega 4,8 þúsund tonnum á árinu 2021, en þar er langstærsti hlutinn bleikja en eitthvað er um regnbogasilung.

Gjald til þjóðarinnar vegna laxeldis skv. því gjaldi sem Fiskistofa innheimtir fyrir ríkið nemur því 387,4 milljónum króna en gjald vegna eldis á regnbogasilungi til útflutnings nemur aðeins 28,6 milljónum.

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 36 milljörðum króna á árinu 2021. Mikinn vöxt í útflutningi á eldisafurðum undanfarinn áratug má að langstærstum hluta rekja til eldis á laxi í sjó. Alls nam útflutningsverðmæti eldislax rúmlega 27,5 milljörðum króna á árinu 2021, sem er 76% af útflutningsverðmæti eldisafurða á árinu. Útflutningsverðmæti frjóvgaðra hrogna nam rúmlega 2,4 milljörðum króna á árinu 2021. Útflutningsverðmæti silungs, sem er að langstærstum hluta bleikja, en einhver hluti er regnbogasilungur, nam um 5 milljörðum króna.