Bensínverð hefur farið ört hækkandi á síðustu dögum, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga.
Orkuverð fer hækkandi á heimsvísu og það birtist skjótt hér á landi. Bensínverðið hækkar svo gott sem daglega og getur tekið stór stökk í einu. Bensínverð hækkar dag frá degi og nú er það rétt undir 300 krónum á lítrann þar sem það er dýrast. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hvetur til þess að stjórnvöld lækki álögur sínar tímabundið til að lágmarka skaðleg áhrif á þjóðlífið að þvi er fram kemur í samtali við ruv.is.
Orkuverð fer hækkandi á heimsvísu og það birtist skjótt hér á landi. Bensínverðið hækkar svo gott sem daglega og getur tekið stór stökk í einu. Nú er algengt verð á bensínlítrann 295 til 299 krónur og dísillinn verðleggst víðast á 288 í 293 krónur. Þó má finna lægra verð á stöku stað, sérstaklega þar sem harðasta samkeppnin ríkir á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir hækkanirnar dapurlegar. Þetta hafi þó verið fyrirsjáanlegt vegna stríðsins í Úkraínu og hækkandi orkuverðs á heimsvísu. Hann segir að verðhækkanirnar hafi margvísleg áhrif og mest á þá sem hafa minnst umleikis.
„Ég teldi mjög eðlilegt að stjórnvöld kæmu núna með það inngrip að lækka tímabundið skatta á eldsneyti. Það hefur verið gert áður, svo það er fordæmi fyrir því. Þá er meginmarkmiðið að reyna að draga úr verðhækkunum innanlands.“
Með hækkandi eldsneytisverði eykst kostnaður almennings við að fylla á bílinn, vöruflutningar verða dýrari og kostnaður sveitarfélaga við snjómokstur sem er mikill vegna fannfergis síðustu vikna hækkar enn frekar, svo dæmi séu tekin.