Jarðskjálftahrina hófst á þessu svæði í nótt
Nú kl 15:59 varð skjálfti af stærð 3,8 14km ANA af Grímsey. Jarðskjálftahrina hófst á þessu svæði í nótt um kl 2 og hafa ríflega 60 skjálftar mælst. Svæðið austan Grímseyjar er mjög skjálftavirkt og hrinur algengar.
Nokkur hrinuvirkni var á svæðinu síðast í haust, þá mældist skjálfti af stærð 4,9 þann 8. september og 19. október mældist skjálfti af stærð 3,8 líkt og núna. Búast má við að skjálftavirkni haldi áfram á svæðinu, jafnvel næstu daga.
Umræða