2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Sjómenn felldu kjarasamning með 67 prósentum atkvæða

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Öll aðild­ar­fé­lög Sjó­manna­sam­bands­ins felldu kjara­samn­ing með 67% at­kvæða. Samn­ings­boðið var til tíu ára. Sex­tán fé­lög eru í Sjó­manna­sam­bandi Íslands. Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ir niður­stöðuna hafa komið á óvart.

Kjörsókn í Sjómannasambandi Íslands var 48 prósent. Af þeim kusu tæp 32 prósent með nýjum kjarasamningi en 67 prósent á móti en eitt prósent tók ekki afstöðu.
Kjarasamningurinn sem stéttarfélög sjómanna undirrituðu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, sem nú hefur verið felldur, var til tíu ára, en fáheyrt er að samið sé til svo langs tíma. Samningar félaganna hafa verið lausir í rúm þrjú ár.