Veðurhorfur á landinu
Vestlæg átt, 10-18 m/s á norðanverðu landinu, sums staðar hvassari í vindstrengjum við fjöll, en mun hægari sunnantil. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta norðan- og vestanlands, en annars bjart með köflum.
Dregur smám saman úr vindi í nótt, vestan og norðvestan 5-15 m/s og léttir víða til á morgun, hvassast nyst.
Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.
Spá gerð: 10.03.2025 09:38. Gildir til: 12.03.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 5-13 m/s, hvassast úti við sjávarsíðuna. Skýjað að mestu, en yfirleitt bjart suðaustantil. Hiti 1 til 10 stig að deginum, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hæg breytileg átt. Víða dálítil él, en bjart með köflum suðvestantil. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Ákveðin suðvestlæg átt og sums staðar dálítil væta, en að mestu bjart austanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Líkleg suðvestanátt með vætu, en yfirleitt bjart norðaustantil og milt um land allt.
Spá gerð: 10.03.2025 08:07. Gildir til: 17.03.2025 12:00.