Nú er 2024 rétt handan við hornið og ef ég man rétt þá verður núverandi kvótakerfi 40 ára (okkar besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi segja sumir). Haustið 1982 flutti ég úr sveitinni og i bæin Patró, þá bjuggu ca. 1000 manns á Patró.
Þetta var fyrir tima kvótakerfsins.
Þegar ég flyt á Patró þá er ný búið að byggja við sjúkarahúsið með skurðstofu, fæðingardeild og fleira, það voru fastráðnir læknar og ljósmæður og fleiri.
Þá voru þrír bankar, tvö tryggingafélög, tvær matvöruverslanir, bóka- og vefnaðarvöruverslun. Tvö byggingarfyrirtæki, byggingarvöruverslun, tvær raftækjaverslanir, tvær vélsmiðjur svo ég tala ekki um fiskvinnsluna sjálfa, Oddi og Hrafðfrystihús Patreksfjarðar voru stærst fyrir utan fjölda smærri fiskverkana sem ég man ekki hvað voru margar?
Á þessum tima voru alla vega fimm vertiðarbátar, fyrir utan togarann Sigurey BA. Fiskimjölsverksmiðja, prentsmiðja, sláturhús og mjólkurstöð.
Á þessum timum var stundum farið i gjafaróðra, ef það kom upp áfall hjá eitthverjum? Þá var tóku menn sig saman og beittu og svo var farið í róður, allir gáfu vinnuna sína og svo gaf útgerðin andvirði aflans.
40 árum síðar, er sjúkrahúsið óstarfhæft eða það má segja það, það er ein vélsmiðja, það er ein búð og það fer alveg eftir henni hvað er til þar og hvað ekki? Það er ein fiskvinnsla Oddi, allar smáverkanir eru horfnar, það er einn banki og það er löngu liðin tíð að fara í gjafaróðra.
Eflaust hefur mikið breist með nútímatækni en lika núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur grafið unda Patró og fleiri stöðum á Vestfjörðum.
Í dag getur engin hafið útgerð og fiskvinnslu á Íslandi, þökk sé þessu frábæra fiskveiðistjórnunarkerfi sem margir segja að sé það besta í heimi, en er það það?
Höfundur er trillusjómaður á Patró.