Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja að ríkið hætti rekstri RÚV eða að skattgreiðendur fái að ráðstafa hluta nefskatts til fjölmiðla að eigin vali. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvernig myndir þú telja best að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla?
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Ríkið hætti rekstri RÚV: 43,6%
Skattgreiðendur fái að ráðstafa hluta nefskatts til fjölmiðla að eigin vali: 42,7%
RÚV fari af auglýsingamarkaði en fái áfram nefskatt: 8,3%
Hafa óbreytt fyrirkomulag: 5,3%