Facebook er með lækni sem yfirmann í leynilegu verkefni um að fá sjúkrahús til þess að deila upplýsingum um sjúkraskrár sjúklinga
Facebook var í viðræðum við helstu sjúkrahús síðastliðna mánuði um að þau mundu miðla upplýsingum umsjæukraskrár sjúklinga.
Hugmyndin er að byggja upp gagnagrunn um einstaklinga og þeirra sjúkrasögu og hvaða þjónustu þeir hafa fengið í heilbrigðiskerfinu. Facebook segir að verkefnið sé í biðstöðu núna svo hægt sé að leggja meiri áherslu á annað mikilvægt starf sem er m.a. að vernda gögn fólks á Facebook.
Facebook hefur beðið nokkur af helstu sjúkrahúsum Bandaríkjana að deila nafnlausum upplýsingum um sjúklinga sína, svo sem sjúkdóma og lyfseðilsupplýsingar, fyrir fyrirhugaða rannsóknarverkefni.
Facebook segist ætla að bera gögnin saman í gagnagrunni sem safnað verður saman til þess að hjálpa sjúkrahúsum að reikna út hvaða sjúklingar gætu þurft mikla og sérhæfða umönnun eða meðferð.
Starfsemin varðandi sjúkraskýrslurnar hefur nú verið sett í bið eftir að Cambridge Analytica gögnin um leka hneyksli Facebook kom upp og olli almenningi áhyggjum af því hvernig Facebook og aðrir safna og nota persónulegar upplýsingar um Facebook notendur.
,,Þetta verkefni er enn í vinnslu og við höfum ekki móttekið, deilt eða greint gögn fólks ennþá,“ sagði talsmaður Facebook við fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum.
En síðastliðna mánuði, hefur Facebook verið í sambandi við margar heilbrigðisstofnanir og þar á meðal Stanford Medical School og American College of Cardiology, um að undirrita samning um aðgang að sjúkraskrám.
Þó að gögnin myndi deila auðkennilegum upplýsingum, eins og td nafni sjúklings. Þá hyggst Facebook nota sameiginlega tölvuverkfræðilega tækni sem heitir „hashing“, sem parar saman einstaklinga með svipaðar sjúkraskrár. Facebook segir að gögnin muni einungis vera notuð til rannsókna sem læknar og vísindamenn munu koma að.
Verkefnið gæti vakið nýjar áhyggjur vegna mikils fjölda gagna sem Facebook safnar um notendur sína og það, hvernig hægt er svo að misnota þessar upplýsingar á þann hátt sem að notendur hafa ekki samþykkt.
Hneykslið vegna Cambridge Analytica og kosningaáróðursins fyrir Donald Trump hefur sett allt úr skorðum hjá Facebook og valdið mikilli tortryggni um allan heim. Þar sem að notaðar voru upplýsingar án samþykkis fólks sem er skráð á Facebook og í því tilviki voru 87 milljón notendur fórnarlömb áróðurs í pólitískum tilgangi.
Fyrirtækið hefur nýlega tilkynnt nýjar persónuverndarstefnu og stjórntæki sem ætlað er að takmarka gerð gagnagrunna sem hægt er að safna í og deila gögnum til þriðja aðila.
Verkefnið um að deila læknisfræðilegum gögnum var unnið undir forystu hjartalæknis sem heitir Freddy Abnousi, sem lýsir hlutverki sínu á LinkedIn sem „Algerlega leynilegu verkefni“.
Heilbrigðisstofnanir eru afar varkárar þegar kemur að því að deila heilsufarsupplýsingum, að hluta til vegna sambands sjúklinga og lækna og laga sem að eru hönnuð til þess að tryggja að viðkvæmar upplýsingar um fólk endi ekki í röngum höndum.
Til þess að komast hjá persónuverndarlögum og áhyggjum fólks, bendir Facebook á að þeir muni hylja persónuleg auðkenni og upplýsingar, svo sem heiti, í gögnum sem deilt yrði.