Lögreglan fann mikið magn af barnaklámi og ólöglega skammbyssu við leit heima hjá geðlækni í Osló í janúar s.l.
,,205.536 gagnaskrár, þar af 193.491 myndir og 12.045 barnaklám myndbönd með heildar áhorfs tíma samtals 4,064 klst og að auki eru 94 blöð með myndum.“
Geðlækninum sem er á fimmtugsaldri er gert að mæta í réttarhöld í Héraðsdóm í Ósló á miðvikudag þar sem að þinghaldið verður opið og áhorfendur og blaðamenn munu fjölmenna í dómsalinn til þess að fylgjast með réttarhöldunum yfir manninum.
Geðlæknirinn sem er frá Osló er með hreina sakaskrá og hefur verið í lykilstöðum varðandi það að komast að börnum á öllum aldri og hefur verið að vinna með börnum og ungmennum í mörg ár.
Hann mun mæta í dómsalinn, vegna ákæru um eign á ólöglegu barnaklámi sem hann hafði í sinni vörslu heima hjá sér. Um er að ræða hundruð þúsunda kvikmynda af barnaklámi, ljósmyndum og myndum af kynferðislegri misnotkun á börnum.
Brot geðlæknisins hafa staðið í 20 ár eða aftur til ársins 1997. Héraðsdómur hafnaði beiðni á þriðjudag sem að lögmaður geðlæknisins lagði fram, Toini Caroline Saxegaard Lødemel, en hann lagði fram beiðni um að réttarhöldin mundu fara fram fyrir luktum dyrum.
Fimm mánaða efni af kvikmyndum sem sýna barnaklám
205.536 gagnaskrár, þar af 193.491 myndir og 12.045 barnaklám myndbönd með heildar áhorfs tíma samtals 4,064 klst og að auki eru 94 blöð með myndum.
Með stöðugu áhorfi, 24 klukkustundir á dag, sjö daga vikunnar mundi það taka meira en fimm mánuði að skoða bara efnið sem geymt er á kvikmyndunum.
Í ákærunni segir meðal annars að um sé að ræða efni sem að sýni kynferðislegt ofbeldi fullorðinna gegn börnum, samfarir milli barna og svo börn sem framkvæma kynferðislegar athafnir á eigin spýtur.
Á tæplega tveggja ára tímabili – frá 26. janúar 2015 til 2. janúar 2017 – er geðlæknirinn sakaður um að hafa hlaðið niður 29.707 skrám af barnaklámi og deilt skrám jafnframt með öðrum notendum. Jafnframt er hann ákærður fyrir ólöglega skammbyssu sem lögreglan fann við leit á heimilinu.
Það var lögreglan í Sviss sem tilkynnti geðlækninn til norsku lögreglunnar vegna þess að hann var að hlaða niður miklu magni af ólöglegu efni. Lögreglan í Sviss komst yfir IP tölu tölvunnar og út frá henni var auðvelt að hafa uppi á eigandanum.
Hann var svo handtekinn og færður í fangelsi við upphaf rannsóknar málsins en ljóst er að geðlæknirinn hefur hlaðið niður tugum þúsunda kvikmynda af barnaklámi í 20 ár