Frelsi einstaklingsins virkjað á ný, m.a. í sjávarútvegsmálum og núverandi hafta- og einokunarkerfi aflagt – Orkan verði áfram eign allra landsmanna
Axel Pétur Axelsson tilkynnti í gær að hann ætlar í forsetaframboð í vor og er hann þegar byrjaður að safna undirskriftum og kosningarnar verða haldnar ef mótframboð hans gegn Guðna Th. Jóhannessyni nær nógu mörgum undirskriftum. Fyrst var tilkynnt um framboðið í Fréttablaðinu og þar tilkynnti forsetaframbjóðandinn að sitt fyrsta verk yrði að reka alla ríkisstjórnina.
Frelsi einstaklingsins verður virkjað á ný
Þá segir hann að stefna sín sé að efla frelsi einstaklingsins og nefnir það sjálfsveldi, eða frelsi til orða og athafna hvers einstaklings á Íslandi, án hafta og einokunar og einkavinavæðingar eins og stefnan hafi verið undanfarna áratugi, sem hafi komið niður á frelsi einstaklinga á Íslandi. Aðspurður um kvótakerfið, vísar hann í stefnu Víkingaflokksins sem hljóðar upp á að kvótakerfinu verði umbilt og það aflagt í núverandi mynd:
Sjávarútvegsmál
Þegar kemur að útdeilingu aðgangs að sjávarauðlindum hefur Vikingaflokkurinn nýjar hugmyndir um framkvæmd. Einfaldast er að útskýra það með einföldu
Dæmi: ef heildarkvóti er t.d. 330.000.000 tonn þá er hverjum Vikingi úthlutað 1.000 tonnum. Sem þýðir að 4ra manna fjölskylda hefur yfir að ráða 4.000 tonnum. Þessum kvóta er úthlutað einu sinni á ári eða oftar eftir þörfum.
Þurfa ekki að vera háðir embættismannakerfi og trúarbrögðum þeirra
Með þessari einföldu breytingu eru Vikingar aftur sjálfsvalda og þurfa ekki að vera háðir embættismannakerfi og trúarbrögðum þeirra um afkomu sína. Með þessari lausn leysast nánast öll mál á einu bretti því allir hafa meira en nóg til lífsafkomu.
Þá er fjallað um breytingar á lögum um orkumál, húsnæðismál, fjármálakerfið og fleira. Nánar er hægt að lesa um stefnu flokksins hér