No Result
View All Result
Ýmis verkefni koma á borð lögreglunnar. Óskað var aðstoðar lögreglu í gærkvöld vegna dauðrar rottu í garði í Reykjavík. Tilkynnandanum var leiðbeint á símafundi um viðeigandi ráðstöfun rottunnar. Önnur helstu verkefni sem komu á borð lögreglunnar sem voru fjölmörg að venju, eru þessi, í stórum dráttum, úr dagbók:

- 18:20 Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 107. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
- 18:51 Óskað aðstoðar vegna líkámsárásar í hverfi 101, en þar taldi tilkynnandi sig nefbrotinn eftir atlöguna.
- 23:10 Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 101.
- 01:35 Ökumaður sektaður fyrir að aka bifreið án ökuréttinda í hverfi 101.
- 04:12 Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í hverfi 108. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
- 22:55 Óskað aðstoðar vegna farþega leigubifreiðar, sem neitaði að greiða fyrir farið, í hverfi 109. Maðurinn verður kærður fyrir fjársvik.
- 00:30 Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna í hverfi 109, en sá reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
- 20:46 Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar og hótana í hverfi 110.
- 03:49 Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 203. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
No Result
View All Result