Skemmdir vegna aksturs utan vegar
Þessar myndir náðust á myndavél hjá dróna flugmanni í gærkvöld við Gígjukvísl í Skaftafellssýslu. Um var að ræða einn bíl sem að olli umhverfisspjöllunum sem að koma fram á mynunum. Ökumaðurinn var það fljótur að hverfa af vettvangi að ekki náðist að taka niður númer bílsins en talsvert er um utanvega akstur á svæðinu.
,,Öll þessi för og meira eru eftir einn bíl sem var a ferðinni í gærkvöld. Náði ekki að mynda meira þar sem að það byrjaði að rigna og ég fékk dropa á linsuna á drónanum. En þessi bíll byrjaði að leika sér í sandinum rétt austan við brúnna yfir Gígjukvísl.
Hvernig væri að fara að gera eitthvað í því að koma í veg fyrir þetta í stað þess að bregðast bara við eftirá?“ Spyr myndatökumaðurinn sem að hefur oftar orðið vitni af utanvega akstri