Fylgi Sjálfstæðisflokks fallið niður fyrir Pírata
Samkvæmt nýrri könnun mælist Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 16 prósenta fylgi í Reykjavík. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn og Píratar næststærstir
Borgarstjórnarmeirihlutinn bætti við sig manni en Sjálfstæðisflokkurinn missti helming borgarfulltrúa sinna, gangi niðurstöður nýrrar könnunar eftir sem Prósent gerði og Fréttablaðið birti í morgun.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa, en þeir fengu átta í síðustu kosningum. Samfylking er áberandi stærst í borginni og héldi sínum sjö borgarfulltrúum. Píratar mælast næst stærsti flokkurinn með fjóra borgarfulltrúa, tvöfaldalt fleiri en þeir fengu eftir síðustu kosningar.
Framsóknarflokkurinn mælist með rúm tólf prósent í könnunninni, sem myndi tryggja honum þrjá borgarfulltrúa samanborið við engan síðast. Sósíalistar fengju tvo, Viðreisn einn eins og Vinstri grænir og Flokkur fólksins. Aðrir flokkar næðu ekki inn manni samkvæmt niðurstöðunum.
Umræða