,,Beiðnin um handtökuna barst með mjög óvenjulegum hætti, því hún hafði borist lögreglu frá forsætisráðuneytinu“
Í þætti Kristjáns Arnar Elíassonar, rifjaði Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi upp þegar hann var handtekinn af lögreglu á árinu 2002 fyrir að benda stjórnvöldum á að með því að leggja til íslenskar farþegaflugvélar til vopna og hermannaflutninga í Íraksstríðinu væri verið að gera íslenskar farþegaflugvélar að skotmörkum.
Ástþór segir að þegar hann hafi bent á þetta hafi hann einfaldlega verið að vísa til amennra reglna um stríðsrekstur. Reglunar eru á þann hátt að ef borgaralegt flugfélag taki þátt í stríðsrekstri þá sé það ekki lengur borgaralegt skotmark heldur löglegt skotmarks þess aðila sem verið er að eiga í stríði við.
Það þýðir að ef yrði ráðist á flugvélarnar eða starfsstöðvar þeirra flokkaðist það ekki sem hryðjuverk heldur sem stríðsaðgerð hins aðilans.
Handtekinn á veitingastað
Eftir að hann hafði sent stjórnvöldum tölvupóst þar sem hann upplýsti stjórnvöld um þessi atriði fór hann ásam konu sinni og vinum á veitingahús í bænum og í miðju borðhaldi kom þjóninn til Ástþórs og sagði honum að það væru menn fyrir utan sem vildu eiga við hann orð. Ástþór segist hafa farið með þjóninum og kom þá á daginn að um óeinkennisklædda lögreglumenn var að ræða sem tilkynntu að Ástþór væri handtekinn og fékk Ástþór ekki að greina fólkinu sem var með honum á veitingastaðnum hvers kyns var.
Ástþóri hótað 16 ára fangelsi
Því næst var hann fluttur á lögreglustöð þar sem við tók margra klukkustunda yfirheyrsla þar sem Ástþór sagðist eingöngu hafa verið að benda á staðreyndir samkvæmt stríðsreglum. Ástþóri var í yfirheyrslunum meðal annars hótað 16 ára fangelsi ef hann drægi ekki ummæli sín til baka.
Segir Ástþór að lögreglumaður hafi tjáð honum síðar að beiðnin um handtöku hefði borist með mjög óvenjulegum hætti því hún hafi borist úr forsætisráðuneytinu en á þeim tíma var Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra..
Hlusta má á nánari frásögn af málinu í spilaranum hjá Útvarpi Sögu