-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Andlegt ofbeldi – hún hunsar mig í marga daga

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þegar ég hætti með fyrrverandi kærasta þá flutti ég inn til mömmu, átti að vera tímabundið en er þar enn. Byrjaði allt mjög vel en núna hef ég sterkan grun um að hún sé að beita mig andlegu ofbeldi. Ég og barnið mitt búum þarna bæði.

Hún notar silent treatment mikið og þau fáu skipti sem hún hefur eitthvað við mig að segja þá setur hún út á hvernig mamma ég er, til dæmis að barnið mitt fari alltof seint að sofa en í nánast öllum er það vegna þess að hún er búin að gefa mér einhver verkefni á kvöldin sem ég get ekki sagt nei við því þá verður allt vitlaust og þar af leiðandi enginn til að svæfa. Það er sett út á allar ákvarðanir sem ég tek tengt barninu mínu og mér er farið að líða eins og ég sé hræðileg mamma, þó ég viti að ég sé það ekki.

Hún hunsar mig í marga daga ef ég er ekki tilbúin að sleppa mínum verkefnum og hjálpa henni með hennar, talar þá ekkert við mig en passar að dæsa nógu hátt og oft svo ég viti að hún sé ósátt. En þegar hún loksins talar við mig þá koma föst skot á hvernig ég el upp barnið mitt, sem eru samt bara ósköp venjulegar uppeldisaðferðir. Fæ oft að heyra frá henni hvað barnið mitt sé vansælt því ég veiti henni enga athygli, sem er alls ekki rétt því barnið mitt er alls ekki vansælt og fær alla mína ást og umhyggju.

Eftir að ég fór að spá í þessu áttaði ég mig á að sem krakki þurfti ég alltaf að berjast fyrir athygli og var farin að gera ýmislegt ‘rétt’ eins og að þrífa allt heimilið og fleira í þeim dúr til þess að sjá mömmu mína stundum glaða. Ef að krakkar fengu hærri einkunn en ég í skólanum þá var annað hvort sett mikið út á mig eða að hinir krakkarnir hlytu að hafa svindlað.

Þetta eru bara örfá dæmi. Núna er staðan orðin þannig að ég finn hversu mikil áhrif þetta hefur á mig, mér finnst ég ekki gera neitt rétt og þarf alltaf að vera að bæta mig svo að mamma verði loksins stolt af mér, þrátt fyrir að ég sé á þrítugsaldri, en hún er það bara alls ekki og hefur aldrei verið. Ég veit í rauninni ekki hvert ég er að fara með þetta en langaði að heyra skoðanir annarra.

Er þetta ofbeldi (geri mér grein fyrir að það sé kannski erfitt að lesa í það úr þessum litlu dæmum) eða er ég að kafa of djúpt í þetta? Vil taka fram að ég hef margoft reynt að ræða þetta við hana en einhvernveginn nær hún að snúa þessu og ég fer að trúa að allt sé mér að kenna.

Takk fyrir að lesa ❤️

Heimilisofbeldi – andlegt ofbeldi