Hugleiðingar veðurfræðings
Það styttir upp á Austfjörðum núna og léttir til í kvöld. Annars er yfirleitt bjart um mest allt land, en smáskúrir norðan- og vestantil. Vestlæg átt 5-13 m/s en það hvessir norðvestantil í kvöld, 13-18 seint í kvöld. Víða bjart veður á morgun, en skýjað með köflum vestast á landinu. Það verður heldur hlýrra á morgun, hiti 12 til 21 stig, hlýjast á Austurlandi. Lægir aðfaranótt þriðjudags.
Vestan gola á þriðjudag, skýjað vestanlands en annars bjart að mestu. Hiti breytist lítið. Suðlæg átt verður á miðvikudag með smá vætu um sunnanvert landið en léttskýjað norðan heiða. Áfram milt í veðri.
Spá gerð: 10.06.2023 15:37. Gildir til: 11.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vestan og suðvestan 5-13 m/s og bjart með köflum en stöku skúrir norðan- og vestantil. Hvessir norðvestantil í nótt. Suðvestan 5-13 á morgun, en 10-18 um landið norðvestanvert. Skýjað með köflum vestanlands, annars bjartviðri. Hiti yfirleitt 10 til 20 stig, hlýjast eystra. Spá gerð: 10.06.2023 18:27. Gildir til: 12.06.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir, Norðurland eystra og Strandir og norðurland vestra
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Vestan 5-13 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Bjart að mestu, en yfirleitt skýjað vestantil. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Austur- og Suðausturlandi.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10. Yfirleitt skýjað vestast á landinu, annars bjartviðri. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar smá væta, en bjart að mestu norðanlands. Hiti 12 til 20 stig.
Á fimmtudag:
Sunnanátt og lítilsháttar rigning, en þurrt að kalla norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast um norðvestanvert landið.
Á föstudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands, en þurrki og hlýindum á Norðaustur- og Austurlandi.
Spá gerð: 10.06.2023 08:24. Gildir til: 17.06.2023 12:00.