Helstu tíðindi frá lögreglu 09. júlí kl. 17:00 til 10. júlí kl. 05:00. Alls eru bókuð 65 mál á tímabilinu og þar eru þessi mál, að viðbættri ýmissi aðstoð við borgarana, helst:
- Óskað aðstoðar vegna hnupls úr verslun í hverfi 108. Um var að ræða tvo sakborninga sem stálu vörum fyrir rúmlega 40 þúsund krónur. Teknar voru vettvangsskýrslur af mönnunum og síðan gengu þeir sína leið.
Óskað aðstoðar vegna innbrots í bifreið í hverfi 105. Innbrotsþjófurinn fannst stuttu síðar og var þýfið þannig endurheimt og skilað eiganda.
Óskað aðstoðar vegna innbrots og þjófnaðar úr verslun í hverfi 107. Innbrotsþjófurinn flúði síðan inn á nýbyggingarsvæði en var þar eltur uppi af hópi réttvísra borgara. Hann var síðan handtekinn og vistaður í fangageymslu. - Ökumaður sektaður fyrir að reykspóla í hverfi 220.
- Óskað aðstoðar vega líkamsárásar í hverfi 200, en þar réðst aðili á annan og sló hann ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Árásaraðilinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 110, en sá sagðist hafa neytt kókaíns með morgunverðinum. Þá kom einnig í ljós að ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað ekið bifreið sviptur. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 110. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Umræða