„Menntasjóður námsmanna stuðlar að auknu jafnrétti, gagnsæi og skilvirkni í stuðningi ríkisins við fjölbreyttan hóp fólks sem stundar nám hér á landi. Nýtt kerfi bætir fjárhagsstöðu námsmanna og skuldastaða þeirra að námi loknu ræðst síður af fjölskylduaðstæðum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. „Sérstaklega er hugað að hópum sem reynst hefur erfiðara að sækja nám, svo sem einstæðum foreldrum, fjölskyldufólki og námsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins.“
Áherslur Menntasjóðs námsmanna miða að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til námsmanna og er tilurð sjóðsins afrakstur heildarendurskoðunar námslánakerfisins. Meðal helstu breytinga frá fyrra fyrirkomulagi LÍN er að lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta nú fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns þeirra ásamt verðbótum, að loknu námi. Beinn stuðningur er nú veittur vegna framfærslu barna lánþega í stað lána, og meginregla er að bæði útgreiðsla og afborganir námslána verði mánaðarlegar.
Upplýsingar um sjóðinn og gildandi úthlutunarreglur má nú nálgast á vefnum menntasjodur.is
Umræða