Namibíski fjölmiðillinn The Namibian birti í nú dag 12 mínútna langt myndband sem sýnir hvernig namibísku sakborningarnir eru taldir hafa eytt 175 milljónum namibískra dollara sem taldar eru vera meintar mútur, samkvæmt þeim upplýsingum sem birtust í Samherjaskjölunum. Myndbandið sýnir umsvifamikilar fjárfestingar í dýrum fasteignum, helling af bílum t.d. af gerðinni Mercedez Benz og Range Rover og mörgu fleira. Myndbandið sýnir slóð fjárfestinga undanfarin ár og myndir frá heimsókn sakborninganna til Íslands, þar sem Akureyri og fleira er kynnt fyrir áhorfendum um allan heim.
Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, og Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem hafa verið fangelsaðir, koma fram í myndbandinu auk annara sakborninga í málunum.