Allt tiltækt slökkvilið var kallað til rétt fyrir klukkan tvö vegna elds í íbúðarhúsi á Týsgötu í Reykjavík. Reyk leggur frá húsinu að sögn Rúv.is sem birti fyrst fréttir af brunanum áðan.
Reykkafarar voru sendir inn í húsið og nú þegar hefur tekist að slökkva eldinn. Einn var inni í húsinu, sem kom sér út og ekki er talið að hann hafi sakað.
Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.
Umræða