• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Laugardagur, 23. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Innlend netverslun í stöðugri sókn

ritstjorn by ritstjorn
10. september 2021
in Ferðaþjónusta, Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Share on FacebookShare on Twitter

Heildar greiðslukortavelta* í ágúst sl. nam rúmum 101 milljarði kr. Veltan dróst saman um 7,1% á milli mánaða en jókst um 26% samanborið við ágúst 2020. Erlend kortavelta jókst um 5% á milli mánaða og nam rúmum 24 milljörðum kr. í ágúst sl.

Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam 76,9 milljörðum kr. í ágúst sl. og var 8,6% hærri en í ágúst í fyrra. Veltan dróst þó saman um 10,5% á milli mánaða en þar er um að ræða hefðbundna árstíðarsveiflu sem kemur fram frá júlí til ágúst ár hvert. Líkt og í júlí sl. skiptist innlend velta nokkuð jafnt á milli verslunar og þjónustu, 55,4% kortaveltu Íslendinga hérlendis fóru í verslun og 44,6% í þjónustu.

Samdráttur í innlendri kortaveltu á milli júlí og ágúst sl. bitnar jafnt á verslun og þjónustu. Íslendingar eyða nú minna í gistiþjónustu þegar sumarfríið er á enda en samdráttur í gistiþjónustu nam næstum 41%. Aukning mælist aftur á móti í tölvuþjónustu, um tæp 60%, sem getur gefið til kynna að landinn sé snúinn aftur til vinnu eftir frí. Þrátt fyrir árstíðabundinn samdrátt á milli mánaða þá er aukning, umfram verðbólgu, á milli ára í flestum flokkum verslunar. Kortavelta í stórmörkuðum og dagvöruverslun jókst um 6,7% á milli ára, í fataverslun um 7,2%, í byggingarvöruverslun um 7,3% og í lyfja- heilsu- og snyrtivöruverslun um 10,2% ef miðað er við ágústveltu frá því í fyrra.

Innlend verslun á netinu

Samdráttur mælist þó nær enginn í innlendri kortaveltu á netinu. 13% aukning var á milli mánaða í verslun á netinu en hún hefur aukist um 32,3% frá því í ágúst í fyrra. Óhætt er að segja að innlend netverslun sé enn í mikilli sókn en netverslun með dagvöru hefur aukist um 48,9% ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Myndin sýnir hlutfall verslunar á netinu af heildarverslun með innlendum greiðslukortum innanlands.

Netverslun með áfengi

Undanfarið hefur verið uppi nokkur umræða um innreið nýrra aðila á markað með áfengi í netverslun. Það verður því að teljast áhugavert að skoða þróun innlendrar áfengisverslunar á netinu en hana má sjá hér á næstu mynd. Í ágúst sl. nam netverslun með áfengi tæpum 86 milljónum kr. og var 3,3% af heildarkortaveltu í áfengisverslun þann mánuðinn.

Kortavelta erlendra ferðamanna

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var tæp 24% í ágúst sl. en sama hlutfall var 13,25% í fyrra og 30,6% í ágúst 2019. Erlend kortavelta jókst lítið á milli mánaða miðað við aukningu undanfarinna mánaða en hún jókst þó um 5%. Erlend kortavelta nam rúmum 24 milljörðum kr. í ágúst sl.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum eyða nú minna en undanfarna mánuði en eru þó ábyrgir fyrir stærstum hluta erlendrar kortaveltu hér á landi eða 38,3% miðað við veltuna í ágúst sl. Velta eykst hlutfallslega mikið á milli mánaða á greiðslukortum sem gefin eru út á Ítalíu, Spáni og Japan sem bendir til aukins fjölda ferðamanna frá þeim löndum.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Um gögnin

  • Upplýsingar byggðar á kortaveltugögnum frá færsluhirðum, nánar tiltekið Valitor, Borgun/SaltPay, Kortaþjónustan/Rapyd og Netgíró. Gögnin koma frá færsluhirðum niðurbrotin á verslun og vefverslun.

  • Gögnin innhalda ekki einkaneyslulán (raðgreiðslur, yfirdráttur o.þ.h).

  • Tímabilið er almanaksmánuðir (ekki hefðbundið kortatímabil).

  • Gögnin innhalda bæði debet og kreditkort, einstaklinga og fyrirtækja (Fyrirtækjakort c.a. 8% af veltunni fyrir árið 2020).

  • Gögnin sýna þróun á breytilegu verðlagi.

Discussion about this post

  • Bubbi er ósáttur

    Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Greiða hálfa milljón fyrir herbergi á hjúkrunarheimili

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Reyndist ekki vera leiðindaskarfur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?