Steinar vaknaði við tvo ísbirni fyrir utan bústað sinn. Hann heyrði eitthvað hljóð fyrir utan bústaðinn þegar hann fór að sofa. Þegar hann vaknaði skildi hann að eitthvað væri að fara að gerast. – ,,Ég gat ekki gert neitt annað en að vera kyrr og hljóður.“
Ísbirnirnir hafa sést við nokkra bústaði á Svalbarða, skammt frá Longyearbyen. Ísbirnirnir heimsóttu bústaðina, tvo daga í röð, fyrr í vikunni. Í öðrum þeirra var eigandi bústaðarins í Foxdalen sofandi, aðfaranótt fimmtudags. ,,Þegar ég fór að sofa klukkan 23 heyrði ég eitthvað hljóð fyrir utan. Ég leit í kringum mig en sá ekkert og sofnaði.“ Segir Steinar Rorgemoen sem starfar við snjóflóða- og jöklanámskeið og skíðakennslu.
Hann vaknaði klukkan sex í morgun og þegar hann horfði út um gluggann sá hann slatta af mávum og dauð dýr fyrir utan. Sumir ísbirnir eru spenntir fyrir að vera í kringum mannabústaði. Hann klæddi sig og kíkti út um gluggana. ,,Ég gat ekki gert neitt annað en að hafa hljótt og gægjast. Ísbirnirnir gengu loks í átt að hreindýrshræi, áður en þeir vísuðu trýnum sínum í átt að Longyearbyen. Rorgemoen hefur áður verið nálægt ísbjörnum en aldrei upplifað þá svona nálægt bústað sínum.
En það er ekki í fyrsta skipti sem ísbirnir koma nálægt skálum á Svalbarða, segir hann. ,,Við erum að tala um að það eru nokkrir ísbirnir sem eru orðnir „skálavinir“, þ.e.a.s. sem fara inn í skála og finna mat og fleira inni í skálunum. Fjallað er um málið á nrk.no