Hugleiðingar veðurfræðings
Smálægð fer til austurs yfir sunnanvert landið í dag og vindur verður því norðaustlægur. Víða dálítil rigning eða skúrir fram eftir morgni og slydda eða snjókoma á hálendinu, en síðan þurrt að mestu norðan heiða. Milt veður sunnanlands, en fremur svalt fyrir norðan.
Á morgun þokast dálítill hæðarhryggur austur yfir landið og léttir þá víða til. Því má búast við næturfrosti inn til landsins aðfaranótt þriðjudags.
Spá gerð: 10.09.2023 06:13. Gildir til: 11.09.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s, hvassast á norðvesturlandi og við suðausturströndina. Skýjað og víða lítilsháttar rigning eða súld með köflum.
Rofar til í kvöld og í nótt og kólnar niður að frostmarki í innsveitum.
Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri á morgun, en norðvestan 8-13 m/s austast fram eftir degi.
Hiti víða 3 til 11 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.
Spá gerð: 10.09.2023 09:59. Gildir til: 12.09.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og yfirleitt bjartviðri, en stöku skúrir vestantil, einkum síðdegis. Hiti 5 til 11 stig að deginum, en nær frostmarki yfir nóttina.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s, með súld eða rigningu sunnan- og austantil, en annars bjartara og þurrt. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Á föstudag:
Hægviðri og skýjað með köflum með dálítilli vætu. Hlýnar aðeins í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og lítilsháttar vætu á víð og dreif. Áfram milt veður.
Spá gerð: 10.09.2023 07:51. Gildir til: 17.09.2023 12:00.