Í svörum fjármálaeftirlits Seðlabankans við fyrirspurnum FÍB blaðsins segist eftirlitið ekki taka „efnislega afstöðu til fullyrðinga“ um að iðgjöld tryggingafélaga hafi hækkað úr hófi fram, umferðarslysum fækkað og að iðgjöld bílatrygginga séu lægri á hinum Norðurlöndunum en hér.
Þetta eru engar fullyrðingar af hálfu FÍB. Þetta eru beinharðar staðreyndir frá Hagstofunni og Samgöngustofu, svo og eigin samanburðarrannsóknum félagsins. En fjármálaeftirlitið kannast ekki við þetta að sögn FÍB.
Þetta og fleiri svör fjármálaeftirlitsins við spurningum FÍB sýna áþreifanlega að fjármálaeftirlitið skeytir engu um það hvernig tryggingafélögin okra á bíleigendum. Stofnunin segist til dæmis ekki hafa eftirlit með iðgjaldagrundvelli vátrygginga.
Það er nefnilega ekki lagaskylda – og kemur eftirlitinu þarmeð ekki við, að sögn FÍB. Í nýútkomnu FÍB blaði er frekari umfjöllun um spurningar FÍB til fjármálaeftirlitsins og svör við þeim.
Umræða