4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Rán í Kópavogi og gengið í skrokk á þolanda

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Klukkan fimm í dag var tilkynnt um rán í Kópavogi. Þolandi þurfti að þola barsmíðar og hlaut einhverja áverka eftir atganginn. Frumrannsókn er komin af stað hjá lögreglu en lögregla hefur vitneskju um gerendur.
Um sexleitið var svo kvenmaður handtekinn á veitingastað í miðborginni eftir að hafa neitað að greiða fyrir veitta þjónustu. Hún lét jafnframt öllum illum látum á veitingastaðnum sem lauk með því að hún var vistuð í fangageymslu.
Þá var tilkynnt um umferðarslys á Stekkjarbakka við Reykjanesbraut en draga þurfti eina bifreiða af vettvangi en hún var mikið skemmd eftir að hafa hafnað á ljósastaur. Engin meiðsli á fólki.
Laust fyrir klukkan 20:00 var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Suðurlandsbraut. Ekki enn ljóst að fullu hverju var stolið en málið er í rannsókn.
Kl.20:21 varð umferðarslys á gatnamótum Miklabraut/Háaleitisbrautar með þeim afleiðingum að þrjár bifreiðar skemmdust. Ekki urðu slys á fólki.
Nokkuð hefur verið um útköll vegna óveðursins en engin alvarleg. Að öðru leyti hefur verið rólegt hjá lögreglu.