Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla var handtekin vegna tengsla við Samherja og allir bankareikningar fjölskyldunnar frystir, þetta kemur fram á vefnum Visir.is
Þar segir að bankareikningar Victória de Barros Neto,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla, hafa verið frystir vegna Samherjaskjalanna. Auk þess hafi bankareikningar eiginmanns hennar og barna einnig verið frystir eftir að dómsmálaráðherra Angóla gaf út tilskipun þess efnis. Upphaflega var greint frá málinu á vef angólska ríkisútvarpsins.
Í fréttinni kemur fram að Angóla og Namibía, séu að vinna í sameiningu að málinu þar sem bæði namibískir og angólskir ráðamenn eru grunaðir um að hafa þegið mútur og tekið þátt í peningaþvætti og skattaundanskotum. En kvóti Namibíu var seldur til Samherja og var gróðanum af þeim viðskiptum komið fyrir í erlendum félögum sem voru skráð í Dubai og Máritíus.
Síðar hafi þessi fyrirtæki sent peninga til Angóla og Namibíu, það er, til fyrirtækja í eigu ættingja og vina ráðherra. Á meðal þeirra sem tóku á móti peningunum var Joao de Barros, eitt fjögurra barna sjávarútvegsráðherrans fyrrverandi í Angóla segir í fréttinni.
https://www.angop.ao/angola/en_us/noticias/politica/2019/11/50/Angolan-Justice-blocks-former-Fisheries-minister-accounts,c555b10d-4d7c-4c4e-af8c-61de16d93756.html?fbclid=IwAR0FFEBAMKe46vXAXOhomt4A4bszcOnE2dRDDjQYHMPty2wXXb6mEXyoqOU
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/10/kristjan-thor-getur-ekki-utskyrt-300-haerra-verd-a-makril-ne-355kr-i-veidigjold-a-islandi-a-moti-113-kr-i-faereyjum/