Níu hundruð og fimmtíu ökumenn voru stöðvaðir í umferðareftirliti lögreglunnar í gærkvöld
Tveir reyndust ölvaðir og voru þeir fluttir á lögreglustöð, auk þess sem einum til viðbótar var gert að hætta akstri. Sá hafði neytt áfengis en var undir refsimörkum.
Eftirlitið fór fram á Strandgötu í Hafnarfirði, á móts við Drafnarhúsið, og stóð yfir í eina og hálfa klukkustund.
Umræða