Jarðskjálfti varð um fimm kílómetra vestnorðvestur af Grindavík þegar klukkan var korter í sjö í kvöld. Hann var 3,1 að stærð samkvæmt upplýsingum Veðurstofu. Tveimur mínútum síðar var skjálfti upp á 2,6 á sömu slóðum.
Veðurstofan hefur fengið nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Grindavík. Einnig fannst skjálftinn í Bláa lóninu.
Dags | Tími | Dýpi | Stærð | Gæði | Staður | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Þriðjudagur 11.02.2020 | 18:48:05 | 5,1 km | 2,6 | 99,0 | 5,0 km VNV af Grindavík | ||
Þriðjudagur 11.02.2020 | 18:46:11 | 5,1 km | 3,1 | 99,0 | 5,0 km VNV af Grindavík | ||
Þriðjudagur 11.02.2020 | 01:11:19 | 7,1 km | 2,7 | 99,0 | 15,3 km SA af Árnesi | ||
Mánudagur 10.02.2020 | 19:53:43 | 9,6 km | 2,4 | 35,52 | 6,2 km NNA af Skógum | ||
Mánudagur 10.02.2020 | 15:58:47 | 1,1 km | 2,7 | 46,09 | 52,4 km S af Fonti | ||
Mánudagur 10.02.2020 | 13:14:30 | 6,1 km | 2,0 | 99,0 | 5,5 km NNA af Grindavík | ||
Mánudagur 10.02.2020 | 11:37:54 | 10,0 km | 2,3 | 99,0 | 15,5 km NA af Eldeyjarboða á Rneshr. | ||
Mánudagur 10.02.2020 | 10:13:00 | 5,0 km | 2,0 | 99,0 | 2,8 km NA af Grindavík |
Umræða