Djöfulsins snillingar!
Samkvæmt fréttum í dag af skattuppgjöri útgerðanna í landinu og greiðslum í veiðigjöld, kemur í ljós, svart á hvítu að útgerðarfyrirtæki á Íslandi eru að greiða 16 krónur í veiðigjöld fyrir eitt kg. af þorski. Þessi niðurstaða undirstrikar að þjóðin er ekki að fá neitt sem skiptir máli fyrir auðlind sína. Útgerðarmenn hljóta að halda um magann að hafa getað platað vanhæfa þingmenn til þess að gefa sér frían aðgang að auðlindinni okkar.
Því sömu útgerðarmenn telja sanngjarnt verð fyrir kg. af þorski vera frá 271.11 krónum á kg. til 300 krónum. Meðaltalsverð sem frjáls markaður í viðskiptum útgerðarmanna sín á milli með kvóta til afnota innan eins árs eru 285,05 krónur fyrir hvert kg. af þorski sem er 20 sinnum hærra verð en þeir greiða fyrir afnot af sama kg. frá ríkinu. Djöfulsins snillingar sem sitja í ríkisstjórninni! Hvílík sorg fyrir þjóðina að sitja uppi með svona vanhæft fólk á Alþingi. Á sama tíma og ekki er hægt að reka bráðamóttöku á Landsspítalanum né sinna heilbrigðiskerfinu sem var þó hægt að gera áður en kvótakerfið kom.
Útgerðin leigir tonnið frá sér á 300.000 krónur en geiðir sjálf 16.000 krónur fyrir sama tonn í gjafakvótakerfi í leigu til þjóðarinnar
Þessi 16 kall sem útgerðin er að borga þjóðinni fyrir afnot af auðlindinni okkar, hrekkur ekki fyrir kostnaði okkar við að ríkisreka útgerðina, við erum jú að halda uppi Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun, Landhelgisgæslu og haug af stofnunum og höfnum um allt land til að reka sjávarútveginn. Við notum m.a.s. skip okkar frá Hafrannsóknarstofnun til að finna fisk fyrir útgerðarfyrirtækin sem er auðvitað fáránlegt og alveg ótrúlegt ofan á allan annan kostnað sem við verðum fyrir út af þessum ríkisstyrkta sjávarútvegi. Þetta er einfaldlega versta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi sem þarf að leggja niður í kvelli og byggja upp á nýtt frá grunni með nýjum áherslum og fólki.
Við fengjum 285 til 300 krónur í leigugjald frá skipum fyrir hvert kg. eins og hinn frjálsi markaður hefur fundið út að er rétt verð með því að innkalla allan kvóta strax í dag og leigja hann út. 285.000 til 300.000 krónur er nefnilega rétt verð fyrir tonn af þorski en ekki 16.000 krónur. Spörkum þessum leigjendum út sem neita að borga eðlilega leigu og fáum nýja leigjendur að auðlindinni okkar, strax! Leigjendum sem hafa eyðilagt auðlindina með aðstoð pólitíkusa
Er þetta sanngjarnt kerfi? Heimild: Kvöldfréttir Stöðvar 2, kl.18:30, 10.febrúar 2021
Hér eru réttar tölur frá Fiskistofu um leiguverð frá kvótahöfum til leiguliða:
https://gamli.frettatiminn.is/09/02/2021/enginn-humar-i-sumar-og-jardytur-i-alla-thjodgarda/