Miðað við bráðabirgðatölur sem byggja á fyrstu skilum fyrir janúar 2022 má ætla að gistinætur á hótelum hafi verið um 168.800 (95% öryggismörk 157.700-179.900), þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 32.400 (95% öryggismörk 26.300-38.600) og gistinætur útlendinga um 136.400 (95% öryggismörk 126.700-146.100).
Í janúar 2021 voru um 29.900 gistinætur en um 80% þeirra voru gistinætur Íslendinga. Til frekari samanburðar má nefna að gistinætur á hótelum í janúar 2020 voru 291.100, þar af voru gistinætur útlendinga 260.700. Gistinætur í janúar 2022 eru því um 42% færri en þær voru 2020.
Bráðabirgðatölur fyrir desember 2021 gerðu ráð fyrir að gistinætur hefðu verið um 198.400 (95% öryggismörk 186.000-210.700) en endanlegur fjöldi hótelgistinátta var 202.600. Í sömu útgáfu var gert ráð fyrir að rúmanýting hefði verið um 28,2% (95% öryggismörk: 26,5%-30,0%). Þegar búið var að vinna úr öllum tölum reyndist nýtingin vera 27%.
Miklar breytingar eiga sér nú stað á framboði á hótelrýmum og eykur það mjög óvissu í bráðabirgðamati á fjölda gistinátta. Því er rétt að taka áætluðum bráðabirgðatölum um fjölda gistinátta á hótelum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur eru birtar.
Discussion about this post