Athugið!
Mikilli úrkomu er spáð næstu daga með hættu á að ár og lækir flæði yfir bakka sína.
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra og Strandir og norðurland vestra Meira
Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra Meira
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 10-18 m/s, en suðvestan 18-25 norðanlands. Dálitlar skúrir en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Heldur hægari í nótt og víða rigning.
Vaxandi sunnan- og suðvestan átt í fyrramálið, 18-28 m/s eftir hádegi á morgun með skúrum, hvassast um norðvestanvert landið, en áfram úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 4 til 9 stig. Heldur hægari vindur annað kvöld og víða él.
Spá gerð: 10.02.2023 22:28. Gildir til: 12.02.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðlæg átt 5-10 m/s og él, en þurrt um austanvert landið. Hiti kringum frostmark. Hvöss suðaustanátt með slyddu eða rigningu sunnantil um kvöldið og hlýnar.
Á mánudag:
Hvöss sunnanátt með rigningu, talsverð á köflum, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum sunnan- og vestanlands, en þurrt um landið norðaustan- og austanvert. Kólnandi.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt með éljum, en þurrt norðan- og austanlands. Hiti um frostmark.
Á fimmtudag:
Breytileg átt og stöku él, en þurrt að kalla sunnantil.
Á föstudag:
Útlit fyrir hvassa austanátt og slyddu eða rigningu.
Spá gerð: 10.02.2023 20:53. Gildir til: 17.02.2023 12:00.