Hælisleitendur og flóttamenn sem voru að mótmæla á Austurvelli í dag hafa nú fært sig og eru fyrir utan lögreglustöðinni við Hverfisgötu og mótmæla þar handtökum sem að áttu sér stað í dag við Austurvöll.
Þess er krafist af mótmælendunum að lögreglan leysi úr haldi tvo mótmælendur sem handteknir voru í átökum á Austurvelli fyrr í dag.
Mótmælendur birtu neðangreint myndband af mótmælunum og átökunum við lögregluna:
https://www.facebook.com/refugeesiniceland/videos/309085886439468/

Lögreglan stendur vörð um lögreglustöðina við Hverfisgötu en mikill fjöldi mótmælenda safnaðist þar fyrir utan.
Ekki hefur enn komið til neinna átaka við lögreglustöðina.