Hælisleitendur og flóttamenn sem voru að mótmæla á Austurvelli í dag hafa nú fært sig og eru fyrir utan lögreglustöðinni við Hverfisgötu og mótmæla þar handtökum sem að áttu sér stað í dag við Austurvöll.
Þess er krafist af mótmælendunum að lögreglan leysi úr haldi tvo mótmælendur sem handteknir voru í átökum á Austurvelli fyrr í dag.
Mótmælendur birtu neðangreint myndband af mótmælunum og átökunum við lögregluna:
https://www.facebook.com/refugeesiniceland/videos/309085886439468/
Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur á Austurvelli og handtók svo tvo þeirra en mótmælendur fóru svo að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og krefjast þess nú að lögreglan leysi mótmælendurna úr haldi án tafar.
Lögreglan stendur vörð um lögreglustöðina við Hverfisgötu en mikill fjöldi mótmælenda safnaðist þar fyrir utan.
Ekki hefur enn komið til neinna átaka við lögreglustöðina.
Lögreglan stendur vörð um lögreglustöðina við Hverfisgötu en mikill fjöldi mótmælenda safnaðist þar fyrir utan.
Ekki hefur enn komið til neinna átaka við lögreglustöðina.
Umræða