Norðaustan 13-23 m/s í dag, hvassast norðvestantil, og undir Vatnajökli eftir hádegi. Það verður talsverð snjókoma norðan og austanlands fram eftir degi, en það eru gular hríðarviðvaranir í gildi fram á kvöld á þeim slóðum. Það verður þurrt að mestu um landið suðvestanvert, og hitinn verður yfirleitt nálægt frostmarki. Það dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og kólnar í veðri.
Víða norðaustan 5-13 m/s í fyrramálið, dálítil él norðaustanlands, annars úrkomulítið. Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu eða slyddu suðvestan- og vestantil síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við suðvesturströndina um kvöldið.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 13-23 m/s, hvassast NV-til, og undir Vatnajökli síðdegis. Talsverð snjókoma norðan og austanlands fram eftir degi, en þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Hiti nálægt frostmarki. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og kólnar.
Víða norðaustan 5-13 í fyrramálið, dálítil él norðaustanlands, annars úrkomulítið. Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu eða slyddu suðvestan- og vestantil síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við suðvesturströndina um kvöldið.
Spá gerð: 11.03.2020 05:13. Gildir til: 12.03.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðlæg átt, víða 8-15, en snýst í norðaustanátt síðdegis. Snjókoma með köflum í öllum landshlutum, en úrkomulítið sunnan og vestanlands eftir hádegi.
Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.
Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él norðaustanlands fyrir hádegi annars úrkomulítið og allvíða bjartviðri síðdegis. Frost 2 til 12 stig.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og bjartviðri en kalt í veðri. Gengur í sunnan 10-18 og þykknar upp með snjókomu vestantil seinnipartinn og dregur úr frosti.
Á mánudag:
Hvöss suðaustanátt með snjókomu eða slyddu en rigningu sunnan og suðaustanlands. Vestlægari vindur og él við suðurströndina um kvöldið en styttir upp norðantil. Yfirleitt frostlaust yfir daginn en kólnar aftur um kvöldið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með éljagangi um landið sunnan- og vestanvert, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti um og undir frostmarki.
Spá gerð: 11.03.2020 08:06. Gildir til: 18.03.2020 12:00.