Áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út
Eftir því sem núverandi ástand stendur lengur aukast líkur á gosi. Afar litlar líkur eru á því að mögulegt gos nái í byggð
Klukkan sjö í morgun höfðu mælst rúmlega 800 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Allnokkrir voru um og yfir 3, sá stærsti var 3,4 að stærð kl. 2:10. Virknin er aðallega bundin við Fagradalsfjall líkt og áður. Mikil smáskjálftavirkni var á milli miðnættis og 3 en enginn gosórói mældist í nótt. Í gær, 10. mars, mældust um 2500 skjálftar á Reykjanesskaga. Um 40 þeirra voru yfir 3 að stærð, sá stærsti var af stærð 5,1 kl. 3:14.
Í dag, 11/3 kl. 08:53 varð skjálfti 4,6 að stærð um 6 km vestur af Grindavík, við Eldvörp.
Yfir 17.700 jarðskjálftar mældust í liðinni viku (9) með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands en langflestir þeirra eru staðsettir á Reykjanesskaga þar sem öflug jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá 24. febrúar. Tveir jarðskjálftar af stærð 5,0 mældust í vikunni annar suðvestan við Keili 1. mars kl. 16:35. Sá síðari aðfaranótt 7. mars kl. 02:01 vestan við Fagradalsfjall. En á Reykjanessaga mældust 23. jarðskjálftar stærri en 4,0 og yfir 200 skjálftar stærri en 3,0. Annarstaðar á landinu var fremur lítil jarðskjálftavirkni mæld.
Búið er að fara handvirkt yfir rúmlega 2200 skjálfta af 17.700 og því er rétt að taka fram að einhverjir skjálftar sem kunna að vera yfirfanir síðar í tíma eru kanski ekki tilteknir í þessu vikuyfirliti.Meira