7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Nokkrar líkamsárásir í nótt, þar af voru þrjár stórfelldar

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ólögleg flugeldasýning við lögreglustöðina

Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, þar af voru þrjár stórfelldar í Reykjavík samkvæmt dagbók lögreglu í nótt en samkvæmt dagbók lögreglu undanfarnar vikur, virðist fjöldi líkamsársa hafa aukist verulega. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og handteknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og áfengis.

Alls voru um fjörutíu mál skráð í kerfi lögreglu á næturvaktinni, meðal annars vegna hópsöfnunar í miðbænum og nokkurra slagsmála. Veður var kalt en viðskiptavinir skemmtistaðanna létu það ekki á sig fá. Þá var skoteldur tendraður í námunda við lögreglustöðina um miðnætti og vegfarendur gátu borið augum flugeldasýningu um stundarsakir, en notkun skotelda er ekki leyfð á þessum árstíma.

Hafnarfjörður

Einn ökumaður var stöðvaður vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þá var tilkynnt um sprengingar í Vatnsendaskóla, en samkvæmt tilkynnanda voru þar hafi ungmenni að stytta sér stundir við flugeldafikt, en ungmennin voru farin þegar lögreglu bar að garði.

Kópavogur

Tveir ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna, þar af var einn sem framvísaði fíkniefnum þegar komið var á lögreglustöð. Við nánari athugun reyndist annar ökumannanna þá sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp sem reyndist minniháttar.

Vínlandsleið

Tveir ökumenn voru kærðir vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var töluveður viðbúnaður vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi.