Vegna frétta í kvöld:
Kona á þrítugsaldri lést á Landspítalanum á þriðjudagsmorgni s.l., en þangað hafði hún verið flutt með sjúkrabíl eftir að lögregla, í útkalli vegna meintrar fíkniefnaneyslu, hafði afskipti af henni.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið, en því hefur verið vísað til embættis héraðssaksóknara sem rannsakar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu óháð því hvort grunur er til staðar um refsivert brot.
Hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu.
Umræða