Sjö útgerðir: Eskja, Gjögur, Huginn, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan, Skinney-Þinganes og Vinnslustöðin krefja ríkið um samanlagt 10,2 milljarða króna í skaðabætur vegna úthlutunar veiðiheimilda í makríl á árunum 2011 til 2018
Tekjur þjóðarinnar af veiðigjöldum allra skipa á Íslandi í ár eru áætlaðar 4.8 milljarðar
Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, breytti reglum um úthlutun árið 2011. Settur umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu 2014 að breytingarnar stönguðust á við lög og Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt árið 2018.
Ríkisútvarpið greindi frá og þar kemur fram að í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Hversu hárra fjárhæða sjö útgerðir krefjast í skaðabætur af ríkinu.
Um er að ræða eftirtalin fyrirtæki: Eskja, Gjögur, Huginn, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan, Skinney-Þinganes og Vinnslustöðin, sem krefjast 10,2 milljarða króna samtals. Þar af krefst Ísfélag Vestmannaeyja 3,9 milljarða króna og Eskja 2,1 milljarðs. Lögum var breytt árið 2019 og hefur úthlutun makrílkvóta síðan farið eftir þeim lögum.
Tekjur ríkisins af veiðigjöldum allra skipa á Íslandi í ár eru áætlaðar 4.8 milljarðar króna
https://gamli.frettatiminn.is/veidigjold-2020-laekka-um-30-65-milljardar-krona-laekkun-fra-2018/