Bifreið var stöðvuð í miðborginni og fjórir aðilar handteknir og færðir í fangaklefa þar sem enginn kannaðist við að hafa ekið bifreiðinni. Allir voru þeir undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynnt var um ölvaðan aðila á hóteli í Hafnarfirði sem var færður á Slysadeild til aðhlynningar. Þá var tilkynnt um mann sem var að veitast að fólkið með kylfu á lofti í Reykjavík. Viðkomandi var handtekinn og færður í fangaklefa.
Bátur var á reki í Hofsvík um 3-400 metra frá landi, tveir aðilar voru um borð. Reyndist allt vera í lagi með bát og áhöfn.
Umræða